Meðgöngujóga hefst 20 mars og lýkur 24 apríl.
Námskeiðið er á fimmtudagskvöldum kl: 19:45-20:45
Farið er í flæði sem er sérstaklega tileinkað konum á meðgöngu. Farið er í stöður í þeim tilgangi að viðhalda styrk, liðleika, þægindum og ýta undir slökun. Námskeiðið hentar þeim sem hafa stundað jóga áður og vilja viðhalda rútínu en einnig þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í jóga.
Verð - 14.900kr.
ATH: Námskeiðinu fylgir kort í alla opna tíma í stundatöflu meðan á námskeiði stendur. Einnig fá allir þátttakendur, í eitt skipti 20% afslátt af vörum í barnavöruverslunni YRJU á Selfossi.
Kennari er Gréta Rún Árnadóttir jógakennari 200 RYT og ljósmóðir.